PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
United sagt tilbúið að selja Rashford
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Samkvæmt HITC er Manchester United sagt tilbúið að leyfa Marcus Rashford að fara frá félaginu í sumar. Sagt er að áhugi sé á enska framherjanum víðsvegar um Evrópu.

Rashford er 26 ára og hefur mest spilað á kantinum undanfarin ár. Hann skoraði sjö mörk og lagði upp tvö í 33 úrvalsdeildarleikjum í vetur og mistókst að halda sæti sínu í enska landsliðshópnum.

Tímabilið á undan var mun betra hjá Rashford og sýndi hann þá hversu megnugur hann er.

PSG er sagt hvað líklegati áfangastaðurinn en franska félagið á eftir að finna mann í staðinn fyrir Kylian Mbappe. PSG er sagt bíða eftir ákveðnum skilaboðum frá Man Utd áður en formlegt tilboð verður sett á borðið.

Félög í Sádi-Arabíu eru einnig sögð áugasöm en Rashford er ekki sagður spenntur fyrir því.

United er sagt vilja fá yfir 70 milljónir punda fyrir Rashford.
Athugasemdir
banner
banner