PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Niakhate í læknisskoðun hjá Lyon í dag
Mynd: Getty Images
Franski varnarmaðurinn Moussa Niakhate fer í læknisskoðun hjá franska félaginu Lyon í dag en hann er að koma til félagsins frá Nottingham Forest.

Forest samþykkti í gær 20 milljóna punda tilboð Lyon í varnarmanninn og mun hann halda í læknisskoðun í Frakklandi í dag áður en hann skrifar undir langtímasamning.

Félagið mun selja nokkra leikmenn á næstu dögum en belgíski miðjumaðurinn Orel Mangala er einnig á leið til Lyon fyrir svipaða upphæð.

Niakhate, sem er 28 ára gamall, kom til Forest frá Mainz fyrir tveimur árum og spilaði alls 37 leiki og gerði eitt mark fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner