Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Everton fengið tvö tilboð í Godfrey
Mynd: Getty Images
Sky Sports fjallar um að franska félagið hafi boðið 10 milljónir punda í Ben Godfrey varnarmann Everton.

Atalanta hefur einnig boðið í kappann en það tilboð var upp á 10 milljónir evra.

Godfrey er á leið inn í sitt síðasta ár á samningi og er Everton sagt vilja fá um 15 milljónir punda fyrir kappann.

Godfrey er 26 ára og kom til Everton frá Norwich sumarið 2020. Hann á að baki tvo landsleiki fyrir England og lék í vetur 15 leiki í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner