Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   lau 29. júní 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Copa America: Brasilíumenn svöruðu með stæl - Kólumbía í 8-liða úrslit
Vinny Junior skoraði tvö fyrir Brasilíu
Vinny Junior skoraði tvö fyrir Brasilíu
Mynd: Getty Images
Luis Díaz gerði fyrsta mark Kólumbíu
Luis Díaz gerði fyrsta mark Kólumbíu
Mynd: EPA
Kólumbía er komið áfram í 8-liða úrslit Copa America-keppninnar eftir að hafa unnið öruggan 3-0 sigur á Kosta Ríka í Bandaríkjunum í nótt.

Liverpool-maðurinn Luis Díaz skoraði úr vítaspyrnu á 31. mínútu leiksins eftir að markvörður Kosta Ríka braut á Jhon Cordoba í teignum.

Davinson Sanchez bætti við öðru með skalla eftir hornspyrnu og þá gerði Cordoba þriðja markið eftir frábæra stoðsendingu James Rodriguez en það var hans þriðja á mótinu.

Kólumbía er með 6 stig í efsta sæti D-riðils og hefur nú tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum.

Brasilía svaraði á meðan fyrir markalausa jafnteflið gegn Kosta Ríka í síðustu umferð og vann í nótt frábæran 4-1 sigur á Paragvæ.

Vinicius Junior skoraði tvö fyrir Brasilíumenn og þá gerði Savio. nýr leikmaður Manchester City, þriðja markið. Lucas Paqueta, sem hafði klúðrað af vítapunktinum fyrr í leiknum bætti upp fyrir það á 65. mínútu í annarri tilraun sinni af punktinum og gerði þá endanlega út um leikinn.

Brasilía er með 4 stig í öðru sæti riðilsins og þarf aðeins stig gegn Kólumbíu í lokaumferðinni. Paragvæ er úr leik.

Paragvæ 1 - 4 Brasilía
0-0 Lucas Paqueta ('31 , Misnotað víti)
0-1 Vinicius Junior ('35 )
0-2 Savio ('43 )
0-3 Vinicius Junior ('45 )
1-3 Omar Alderete ('48 )
1-4 Lucas Paqueta ('65 , víti)
Rautt spjald: Andres Cubas, Paraguay ('81)

Kólumbía 3 - 0 Kosta Ríka
1-0 Luis Díaz ('31, víti )
2-0 Davinson Sanchez ('59 )
3-0 Jhon Cordoba ('62 )
Athugasemdir
banner
banner
banner