PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Cazorla framlengir við uppeldisfélagið
Mynd: Getty Images
Santi Cazorla, fyrrum leikmaður Arsenal á Englandi, hefur framlengt samning sinn við uppeldisfélag sitt, Real Oviedo, til 2025.

Spánverjinn kom aftur til Oviedo árið 2023 eftir að hafa átt farsælan feril um alla Evrópu og með spænska landsliðinu.

Hann lék alls 81 leik og skoraði 15 mörk fyrir landsliðið og vann meðal annars Evrópumótið tvisvar í röð, 2008 og 2012.

Cazorla eyddi sex árum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal og var valinn besti leikmaðurinn á sínu fyrsta tímabili. Hjá Arsenal vann hann enska bikarinn í tvígang.

Sóknarsinnaði miðjumaðurinn verður fertugur í desember en hefur þrátt fyrir það framlengt samning sinn við Oviedo til 2025 og greinilega stefnir á að koma liðinu upp í úrvalsdeild en það var hársbreidd frá því á síðasta tímabili. Liðið komst alla leið í úrslit umspilsins en tapaði þar fyrir Espanyol.

Cazorla einn af eigendum félagsins en hann Michu og Juan Mata keyptu allir hlut í félaginu árið 2012 til þess að koma í veg fyrir að því yrði kastað úr spænsku C-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner