PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 09:35
Elvar Geir Magnússon
Urðu fyrir kynþáttaníði eftir óvænt tap
Timothy Weah hefur leikið 41 landsleik fyrir Bandaríkin.
Timothy Weah hefur leikið 41 landsleik fyrir Bandaríkin.
Mynd: Getty Images
Fótboltasamband Bandaríkjanna fordæmir kynþáttaníð sem leikmenn landsliðsins urðu fyrir eftir óvænt 2-1 tap gegn Panama á Copa America.

Folarin Balogun sóknarmaður Mónakó, Chris Richards varnarmaður Crystal Palace og þeir Timothy Weah og Weston McKennie sem spila fyrir Juventus urðu allir fyrir kynþáttaníði á netinu eftir tapið.

Weah fékk beint rautt spjald á 18. mínútu fyrir að kýla leikmann Panama í höfuðið þegar boltinn var fjarri. VAR myndbandstæknin náði atvikinu.

Weah sagðist hafa misst stjórn á sér og bað liðsfélaga sína afsökunar eftir leikinn.

Bandaríska sambandið segir á X að ekkert pláss sé í leiknum fyrir svona hatursfulla og fordómafulla hegðun eins og leikmenn urðu fyrir með skilaboðum í gegnum samfélagsmiðla.


Athugasemdir
banner
banner
banner