PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Juventus í baráttuna um varnarmann Forest
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus hefur skráð sig í baráttuna um Murillo, varnarmann Nottingham Forest á Englandi.

Murillo er 21 árs gamall miðvörður sem kom til Forest frá Corinthians á síðasta ári.

Forest neyðist til að selja nokkra leikmenn frá félaginu til að standast fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar og eru því flestir falir fyrir rétt verð.

Chelsea hefur verið í sambandi við Forest vegna Murillo en nú er Juventus komið inn í myndina. Þetta segir Fabrizio Romano á X.

Óvíst er hins vegar hvort Forest sé reiðubúið að láta annan miðvörð frá sér. Moussa Niakhate er á leið til Lyon á næstu dögum, en eins og kom fram á Fótbolti.net í morgun þá er hann á leið í læknisskoðun í Frakklandi í dag.
Athugasemdir
banner
banner