Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dragan mjög ósáttur: Horft hundrað sinnum á þetta
Lengjudeildin
Dragan Kristinn Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis.
Dragan Kristinn Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Amin Guerrero.
Amin Guerrero.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er ósáttur við það, mjög ósáttur við það," sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis, í samtali við Fótbolta.net í gær er hann var spurður út í tveggja leikja bannið sem Amin Guerrero, leikmaður liðsins, fékk á dögunum.

Aganefnd KSÍ dæmdi Guerrero í tveggja leikja bann en hann kýldi Gunnlaug Fannar Guðmundsson, leikmann Keflavíkur, í punginn þegar liðin áttust við á Dalvík fyrr í mánuðinum.

Guerrero fékk að líta rauða spjaldið og var dæmdur í tveggja leikja bann. Hann missti af leikjum gegn Grindavík og Þór en þeir töpuðust báðir.

„Það sést ekki að hann kýli hann. Enginn getur séð það. Ég hef horft hundrað sinnum á þetta og það er ekki séns að sjá þetta."

„Þetta er algjör skandall og ég er mjög ósáttur við þetta."

Guerrero er spænskur vængmaður sem gekk í raðir Dalvíkur/Reynis fyrir tímabilið. Hann fékk rautt seint í fyrri hálfleik en Keflavík náði ekki að nýta sér liðsmuninn og leikurinn endaði með markalausu jafntefli.


Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Athugasemdir
banner