PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Brighton og Leicester skiptast á leikmönnum - Kemur tilboð frá Chelsea á elleftu stundu?
Mynd: Getty Images
Brighton hefur náð samkomulagi við Leicester City um Kiernan Dewsbury-Hall en Jakub Moder mun fara í hina áttina. Ekki er þó víst að þessi skipti ganga eftir þar sem Chelsea hefur verulegan áhuga á að fá Dewsbury-Hall.

Samkvæmt Fabrizio Romano verða þetta hrein skipti á leikmönnum en Dewsbury-Hall var einn af bestu mönnum Leicester er liðið vann ensku B-deildina á síðasta tímabili.

Leicester fær í staðinn pólska landsliðsmanninn Jakub Moder sem hefur gefið græna ljósið á skiptin.

Búið er að bóka læknisskoðun hjá báðum leikmönnum en Brighton er í kappi við tímann.

Chelsea hefur verið í sambandi við Leicester vegna Dewsbury-Hall og er hann spenntur fyrir því að vinna aftur með ítalska stjóranum Enzo Maresca.

Lundúnaliðið hefur hins vegar ekki lagt fram tilboð og er Brighton að vonast til þess að það komi ekki til þess því þá er alveg ljóst að leikmaðurinn mun elta fyrrum lærimeistara sinn.
Athugasemdir
banner
banner