PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 11:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mónakó nær samkomulagi við markahæsta mann EM
Mikautadze fagnar marki á EM.
Mikautadze fagnar marki á EM.
Mynd: EPA
Georges Mikautadze, markahæsti leikmaður Evrópumótsins, er líklega á leið til Mónakó í frönsku úrvalsdeildinni.

Mónakó hefur náð persónulegu samkomulagi við Mikautadze og er að vinna í því að ná samkomulagi við Metz um kaupverð á honum.

Mónakó vonast til að klára kaupin á honum áður en EM klárast.

Mikautadze, sem er 23 ára gamall, var keyptur til Metz frá Ajax fyrir um 10 milljónir evra í janúar síðastliðnum. Hann hafði verið keyptur til Ajax síðasta sumar en fékk ekki mikla möguleika þar.

Metz féll í frönsku B-deildina á síðustu leiktíð en Mónakó hafnaði í þriðja sæti deildarinnar.

Mikautadze hefur skorað þrjú mörk með Georgíu á EM en liðið mætir Spáni í 16-liða úrslitunum.
Athugasemdir
banner