PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi fær að hvíla í lokaleik riðilsins
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: EPA
Lionel Messi verður hvíldur í lokaleik Argentínu í riðlakeppninni á Copa America.

Argentína mætir Perú aðfaranótt sunnudags en Argentínumenn hafa unnið fyrstu tvo leiki sína í mótinu.

Messi, sem er leikjahæstur frá upphafi í Copa America, meiddist í síðasta leik gegn Síle. Hann hélt samt sem áður áfram að spila.

Hinn 37 ára gamli Messi hefur tekið því rólega eftir leikinn og lítið æft með liðinu en hann mun fá að hvíla gegn Perú.

Argentínumenn eru komnir í átta-liða úrslitin og vonast til að hafa Messi ferskan þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner