Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
banner
   lau 29. júní 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Landsliðsmaður Slóvakíu í Union Berlín (Staðfest)
László Bénes í baráttunni gegn Úkraínu á EM
László Bénes í baráttunni gegn Úkraínu á EM
Mynd: EPA
Þýska félagið Union Berlín hefur gengið frá kaupum László Bénes frá Hamburger SV.

Bénes er 26 ára gamall miðjumaður sem á áttir að rekja til bæði Slóvakíu og Ungverjalands.

Hann er fæddur og uppalinn í Slóvakíu en hefur síðustu átta ár spilað í Þýskalandi.

Bénes hefur spilað með Borussia Mönchengladbach, Holsten Kiel og Augsburg. Fyrir tveimur árum samdi hann við Hamburger SV þar sem hann hefur blómstrað, en það skilaði honum aftur í landslið Slóvakíu fyrir Evrópumótið.

Miðjumaðurinn hefur spilað einn leik með Slóvökum á Evrópumótinu til þessa en þjóðin mætir Englandi í 16-liða úrslitum á sunnudag.

Sumarið hefur verið honum ansi gott til þessa en hann hefur nú samið við Union Berlín í efstu deild í Þýskalandi. Union hafnaði í 15. sæti deildarinnar en félagið bjargaði sér frá falli á lokasprettinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner