PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 15:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Olla er stórkostleg persóna - „Það er voða lítið sem maður getur sagt"
Icelandair
Olla, lengst til hægri, er mikilvægur hluti af hópnum.
Olla, lengst til hægri, er mikilvægur hluti af hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bryndís Arna snýr aftur í hópinn.
Bryndís Arna snýr aftur í hópinn.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, sóknarmaður Breiðabliks, er ekki með landsliðinu í síðustu tveimur leikjunum í undankeppni EM 2025 þar sem hún sleit krossband á dögunum.

Olla verður frá næstu tólf mánuðina sem eru afar leiðinlegar fréttir. Hún er afar mikilvægur hluti af íslenska hópnum og stór karakter.

„Olla er náttúrulega stórkostleg persóna og það er fjör í kringum hana," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.

„Ég treysti því að við höldum góðum anda í hópnum og verðum í góðum gír þó Olla sé ekki að fíflast í kringum alla. Ég hef fulla trú á því að það verði létt í kringum okkur."

„Ég ræddi við hana í gærkvöldi. Það er voða lítið sem maður getur sagt þegar þú ert að fara að ganga í gegnum þetta ferli. Maður reynir að styðja hana eins og hægt er, og hvetja hana áfram. Það vita það allir sem hafa gengið í gegnum krossbandaslit eða verið í kringum einstaklinga sem fara í gegnum slíkt er að þetta er verkefni sem reynir á líkama og sál. Það þarf að styðja báðar hliðar í þessu. Andlegi þátturinn er mikilvægur í þessu ferli. Auðvitað er þungt yfir henni núna en hún tekst á við þetta og kemur sterkari til baka," sagði Steini.

Koma til baka eftir meiðsli
Bryndís Arna Níelsdóttir og Natasha Anasi snúa til baka í hópinn eftir meiðsli.

„Natasha spilaði heilan leik í fyrradag, spilaði 90 mínútur þá. Bryndís er búin að taka þátt í síðustu tveimur leikjum. Þær eru klárar og í fínu standi," sagði Þorsteinn en Ásdís Karen Halldórsdóttir er ekki með að þessu sinni eftir að hafa verið í upprunalega hópnum síðast. Hún hefur verið að glíma við meiðsli.

„Ásdís Karen hefði getað verið með að einhverju leyti en hún er ekki alveg 100 prósent klár. Ég ákvað að velja hana ekki eins og staðan er í dag," sagði landsliðsþjálfarinn.
Athugasemdir
banner
banner