Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
Jón Þór: Eina skilyrðið sem ég setti fyrir að leyfa þessa skó var svona mark
Viktor Jóns: Loksins skorar hann
Tryggvi Hrafn: Þegar þeir skora koðnum við niður
Kjartan Henry: Það er engin klisja
Dóri Árna: Vorkenni því fólki sem greiddi sig inn á völlinn
Reynir að þakka traustið - „Heimir lætur okkur æfa alveg nóg"
Steini Eiðs: Óþarfa stress miðað við yfirburðina í leiknum
Viðar Örn: Barnalegt af mér að vera spila fyrstu 4-5 leikina
Ómar Ingi: Held að allir hafi séð nema Vilhjálmur að þetta hafi farið í hendina
Rúnar Páll er mjög spenntur: Það er gír í okkur
Jökull óánægður með varnarleikinn: Vonbrigði fyrir okkur
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Snýst ekki um að bíða eftir sigrinum - „Mæta á æfingar og æfa vel“
   fim 27. júní 2024 22:43
Sölvi Haraldsson
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður illa. Það er ömurlegt að við höfum ekki náð að klára þennan leik.“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR eftir 2-2 jafntefli gegn Fylki í Vesturbænum í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Fylkir

KR komst tvisvar yfir í leiknum en vann hann ekki. Er það eitthvað sem Pálmi er ennþá meira pirraður með?

Ég er óánægður með að vinna ekki. Það sem er verra er að ef þetta hefðu verið mörk sem ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir væri ég kannski ekki jafn óánægður. En þegar við sleppum inn tveimur mörkum á móti liði sem skapar sér ekki meira en þetta, það er ástæðan fyrir því að við erum í veseni.

Pálmi var mjög ósáttur með muninn á leikjunum gegn Víkingi og í kvöld. Þá aðalega með varnarleikinn.

Við sýndum það hvernig við getum varist sem lið í síðasta leik og við sýndum það meira og minna allan leikinn þá. Í þessum leik erum við mun minna að verjast en þegar það kemur að því að verja markið okkar erum við ekki nógu góðir. Það er bara óstöðugleiki í varnarleiknum hjá okkur, það er eitthvað sem ég þarf að laga.

Varnarleikurinn var alls ekki upp á marga fiska í dag hjá KR-ingum.

Þetta var ekki nógu gott hjá okkur, langt því frá. Þegar einbeitingin er ekki til staðar og þú gerir allavegana ekki erfitt fyrir mótherjann að skora mark, þá áttu ekkert mikið skilið.“

Pálmi var spurður út í það hvort KR-liðið þarf einn sigur til þess að fá sjálfstraustið aftur og komast á gott skrið.

Við höfum ekki neitt efni á því að hugsa annað en einn leik í einu. Nú þurfum við að reyna að kryfja þennan leik og reyna að laga það sem fór úrskeðis fyrir næsta leik.

Viðtalið við Pálma má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner