PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Smári spáir í undanúrslitin í Mjólkurbikar kvenna
Óskar Smári Haraldsson.
Óskar Smári Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Heiða Ragney, leikmaður Breiðabliks.
Heiða Ragney, leikmaður Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undanúrslitin í Mjólkurbikar kvenna fara fram í dag og á morgun. Hvaða lið fara á Laugardalsvöllinn?

Við fengum Óskar Smára Haraldsson, þjálfara Fram, til að spá í undanúrslitaleikina tvo.

Þór/KA 1 - 2 Breiðablik (19:45 í kvöld)
Hörkuleikur þar sem úrslit munu ráðast í lok framlengingar. Blikar með boltann en agaður og góður varnarleikur norðanstúlkna verður öflugur. Sandra María kemur Þór/KA yfir, en sjóðheit Katrín Ásbjörns mun halda áfram að skora og jafnar leikinn. Heiða Ragney mun síðan skora sigurmarkið í uppbótartíma framlengingar með hörkuskalla.

Valur 2 - 1 Þróttur R. (13:00 á morgun)
Hörkuleikur sem ég held að Valur muni klára í lokin. Þróttur hefur náð að tengja góða frammistöðu með sigrum undanfarið og eru stórskemmtilegar. Valur hafa þurft að fara erfiðu leiðina í undanúrslitin en höndluðu pressuna vel gegn Fram og Grindavík og klára þennan leik líka, þó líklegast ekki með meiru en einu marki. Jasmin og Anna Rakel setja mörk Vals, á meðan Kristrún skorar fyrir Þrótt með skalla.

Valur - Breiðablik úrslitaleikur í bikarnum þetta árið.
Athugasemdir
banner
banner
banner