Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 13:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðrún ekki með vegna veikinda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það vakti athygli í gær að Guðrún Arnardóttir var ekki með liði Rosengård þegar liðið mætti Trelleborg í sænsku deildinni.

Guðrún hefur átt frábært tímabil líkt og liðið sem situr á toppi deildarinnar og er með fullt hús stiga eftir 13 umferðir.

Rosengård virtist ekki sakna Guðrúnar mikið því liðið vann 9-1 sigur án hennar.

Guðrún sagði við Fótbolta.net í dag að hún væri að glíma við veikindi, ælupest, og hefði því ekki spilað í gær.

Framundan eru tveir landsleikir og eru allar líkur á því að Guðrún verði í hópnum þegar hann verður tilkynntur á morgun. Hún hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu leikjum landsliðsins.

Hún hefur að undanförnu verið orðuð við möguleg félagaskipti til Þýskalands og verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað gerist í því á næstunni.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner