Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 23:06
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Víðismönnum mistókst að komast á toppinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir 1 - 1 Sindri
0-1 Viktor Ingi Sigurðarson ('28 )
1-1 Markús Máni Jónsson ('60 )

Víðir og Sindri gerðu 1-1 jafntefli í 3. deild karla í Garði í kvöld, en heimamenn fengu þar dauðafæri til að komast í efsta sæti deildarinnar.

Viktor Ingi Sigurðarson kom gestunum í Sindra yfir á 28. mínútu en heimamenn svöruðu þegar hálftími var eftir er Markús Máni Jónsson jafnaði metin.

Sjöunda deildarmark hans á tímabilinu en aðeins Rafael Máni Þrastarson, leikmaður Vængja Júpiters, hefur gert fleiri mörk en hann eða tíu talsins.

Heimamönnum þurftu sigur til að komast á toppinn en það hafðist ekki í kvöld.

Víðir er í öðru sæti með 18 stig, einu á eftir toppliði Kára, en Sindri í 7. sæti með 10 stig.
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 9 6 2 1 29 - 14 +15 20
2.    Víðir 9 5 3 1 32 - 13 +19 18
3.    Augnablik 9 6 0 3 23 - 11 +12 18
4.    Árbær 9 5 2 2 20 - 17 +3 17
5.    Magni 9 4 3 2 12 - 12 0 15
6.    Elliði 9 4 1 4 15 - 22 -7 13
7.    KFK 9 4 0 5 18 - 23 -5 12
8.    Sindri 9 3 1 5 19 - 19 0 10
9.    ÍH 9 3 1 5 23 - 27 -4 10
10.    Hvíti riddarinn 9 3 0 6 12 - 24 -12 9
11.    Vængir Júpiters 9 2 1 6 21 - 27 -6 7
12.    KV 9 2 0 7 12 - 27 -15 6
Athugasemdir
banner
banner
banner