Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: Afturelding upp í annað sætið
Afturelding byrjar vel í Lengjudeildinni
Afturelding byrjar vel í Lengjudeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 1 - 3 Afturelding
1-0 Brookelynn Paige Entz ('10 )
1-1 Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('28 )
1-2 Anna Pálína Sigurðardóttir ('62 )
1-3 Ariela Lewis ('91 , Mark úr víti)

Afturelding fór upp fyrir HK og í annað sætið er liðið vann 3-1 sigur á Kópavogsliðinu í Kórnum í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Brookelynn Paige Entz kom HK-ingum á bragðið á 10. mínútu en Hildiur Karítas Gunnarsdóttir svaraði fyrir Aftureldingu átján mínútum síðar.

Í síðari hálfleiknum skoraði Afturelding tvö mörk. Anna Pálína Sigurðardóttir gerði annað markið á 62. mínútu áður en Ariela Lewis gulltryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Afturelding er nú í öðru sæti með 16 stig, jafnmörg og topplið FHL, en HK í sætinu fyrir neðan með 14 stig.
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    FHL 8 6 1 1 29 - 16 +13 19
2.    Afturelding 8 5 1 2 11 - 6 +5 16
3.    HK 8 4 2 2 21 - 11 +10 14
4.    Grótta 8 3 3 2 13 - 12 +1 12
5.    ÍA 8 4 0 4 12 - 14 -2 12
6.    Fram 8 3 2 3 17 - 12 +5 11
7.    Grindavík 8 3 1 4 9 - 13 -4 10
8.    Selfoss 8 2 3 3 10 - 11 -1 9
9.    ÍBV 8 2 1 5 10 - 15 -5 7
10.    ÍR 8 1 0 7 6 - 28 -22 3
Athugasemdir
banner
banner