Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 18:54
Brynjar Ingi Erluson
Nýliðarnir í viðræður um Hutchinson
Mynd: Getty Images
Nýliðar Ipswich Town hafa hafið viðræður við Chelsea um kaup á enska hægri kantmanninum Omari Hutchinson.

Þessi tvítugi leikmaður eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Ipswich en hann kom að sextán mörkum er liðið kom sér upp í ensku úrvalsdeildina.

Eftir tímabilið lýstu félög frá Þýskalandi áhuga á að landa honum frá Chelsea, en Ipswich situr nú í bílstjórasætinu eftir að Kieran McKenna ákvað að halda kyrru fyrir á Portman Road.

Ipswich hefur nú opnað viðræður við Chelsea um kaup á Hutchinson en talið er að félagið vilji fá um 30 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Nýliðarnir eru að vonast til þess að viðræðurnar gangi hratt fyrir sig og að Hutchinson verði klár fyrir undirbúningstímabilið.

Hutchinson er fæddur og uppalinn á Englandi, en er með fjölskyldutengsl til Jamaíku. Hann hefur spilað tvo leiki undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, en hefur þó ekki tekið endanlega ákvörðun varðandi landsliðsvalið.

Enska fótboltasambandið hefur mikinn áhuga á því að fá Hutchinson til að spila með U21 árs landsliðinu, en hann er enn að gera upp hug sinn. Samkvæmt reglum FIFA getur hann enn skipt um landslið þar sem hann hefur aðeins spilað í Þjóðadeild og einn vináttulandsleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner