PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 23:41
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Augnablik tapaði fyrir Árbæ - Bjöggi Stef skoraði í sigri KFK
Augnablik tapaði fyrir Árbæ
Augnablik tapaði fyrir Árbæ
Mynd: Augnablik
Björgvin Stefánsson skoraði fjórða mark sitt á tímabilinu
Björgvin Stefánsson skoraði fjórða mark sitt á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Már Þórisson var öflugur í liði KV
Einar Már Þórisson var öflugur í liði KV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FJórir leikir fóru fram í 3. deild karla í kvöld. Augnablik missti af góðu tækifæri til að komast á toppinn og þá skoraði Björgvin Stefánsson fjórða mark sitt í deildinni í 2-1 sigri KFK á Elliða.

Augnablik var fyrir leikinn gegn Árbæ með 18 stig og átti möguleika á að tylla sér á toppinn. Arnar Laufdal Arnarsson skoraði snemma leiks, hans áttunda mark á tímabilinu.

Andi Andri Morina jafnaði metin eftir rúman hálftíma áður og skoraði Aron Breki Aronsson sigurmark Árbæingar þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Árbær hafði 2-1 sigur og er nú í 4. sæti með 17 stig, einu á eftir Augnablikum sem eru í 3. sæti með 18 stig.

Björgvin Stefánsson skoraði fyrra mark KFK í 2-1 sigri á Elliða, en hann skipti yfir í liðið fyrir tímabilið. Áður spilaði hann með Þrótti V, Haukum, KR, Val og BÍ/Bolungarvík.

Alejandro Lechuga gerði annað mark KFK áður en Pétur Óskarsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu undir lok leiks.

KFK er í 7. sæti með 12 stig en Elliði í 6. sæti með 13 stig.

Dagur Óli Grétarsson gerði bæði mörk ÍH í 2-1 sigri á Vængjum Júpiters. Sigurmarkið gerði hann úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins. ÍH er í 9. sæti með 10 stig en Vængirnir í næst neðsta sæti með 7 stig.

Einar Már Þórisson skoraði þá tvívegis í 3-0 sigri KV á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ. Agnar Þorláksson gerði þriðja mark KV, en öll mörkin komu á fyrsta hálftíma leiksins.

Þetta var annar sigur KV á tímabilinu en liðið er í neðsta sæti með 6 stig á meðan Hvíti riddarinn er í 10. sæti með 9 stig.

Úrslit og markaskorarar:

KFK 2 - 1 Elliði
1-0 Björgvin Stefánsson ('17 )
2-0 Alejandro Barce Lechuga ('59 )
2-1 Pétur Óskarsson ('88 , Mark úr víti)

Vængir Júpiters 1 - 2 ÍH
1-0 Aðalgeir Friðriksson ('24 )
1-1 Dagur Óli Grétarsson ('29 )
1-2 Dagur Óli Grétarsson ('90 , Mark úr víti)

Árbær 2 - 1 Augnablik
0-1 Arnar Laufdal Arnarsson ('11 )
1-1 Andi Andri Morina ('32 )
2-1 Aron Breki Aronsson ('80 )

Hvíti riddarinn 0 - 3 KV
0-1 Einar Már Þórisson ('7 )
0-2 Einar Már Þórisson ('14 , Mark úr víti)
0-3 Agnar Þorláksson ('26 )
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 9 6 2 1 29 - 14 +15 20
2.    Víðir 9 5 3 1 32 - 13 +19 18
3.    Augnablik 9 6 0 3 23 - 11 +12 18
4.    Árbær 9 5 2 2 20 - 17 +3 17
5.    Magni 9 4 3 2 12 - 12 0 15
6.    Elliði 9 4 1 4 15 - 22 -7 13
7.    KFK 9 4 0 5 18 - 23 -5 12
8.    Sindri 9 3 1 5 19 - 19 0 10
9.    ÍH 9 3 1 5 23 - 27 -4 10
10.    Hvíti riddarinn 9 3 0 6 12 - 24 -12 9
11.    Vængir Júpiters 9 2 1 6 21 - 27 -6 7
12.    KV 9 2 0 7 12 - 27 -15 6
Athugasemdir
banner
banner
banner