PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag nálægt því að framlengja við Man Utd
Mynd: EPA
Hollenski stjórinn Erik ten Hag mun á næstu dögum framlengja samning sinn við Manchester United. Athletic segir frá þessu og munu þeir Ruud van Nistelrooy og Rene Hake þá koma inn í þjálfaraliðið.

Manchester United tók sér dágóðan tíma í að ákveða framtíð Ten Hag eftir tímabilið.

Margir voru orðaðir við stjórastöðuna en eftir að hafa fundað um gengi liðsins á síðasta tímabili var ákveðið að hann fengi tækifæri til að leiða liðið áfram.

Stjórn United er nú í viðræðum við Ten Hag um nýjan samning en samkvæmt Athletic verður gengið frá þeim viðræðum á næstu dögum.

Ruud van Nistelrooy og Rene Hake koma inn í þjálfarateymi Ten Hag, en van Nistelrooy var áður þjálfari PSV á meðan Hake var þjálfari Willums Þór Willumssonar í Go Ahead Eagles.

Mitchell van der Gaag og Benni McCarthy, sem hafa verið í teymi Ten Hag síðustu tvö ár eru báðir á förum en þeir vilja gerast aðalþjálfarar.

Ten Hag hefur unnið tvo titla á tveimur árum sínum hjá United en hann vann enska deildabikarinn á síðasta ári og síðan ensku bikarkeppnina í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner