PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
Kveðjuleikur Viktors Bjarka: Erfitt að kveðja - Stærra verkefni sem bíður
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Úlfur: Í seinni hálfleik þá fannst mér miklu meiri orka og fókus
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
banner
   fös 28. júní 2024 23:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er algjörlega ömurleg," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þórs/KA eftir tap gegn Breiðabliki eftir framlengdan leik í Mjólkurbikarnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Þór/KA 1 -  2 Breiðablik

„(Leikurinn spilaðist) að mörgu leyti eins og við vildum. Hann var frekar lokaður, hleyptum þessu ekki upp í einhverja vitleysu, við lokuðum vel á sérvalið lið en svo ræðst þetta á einhverju rugli hérna í restina því miður."

Írena Héðinsdóttir Gonzalez skoraði sigurmarkið beint úr hornspyrnu.

„Við erum alltaf vonsvikin þegar við fáum á okkur mörk. Það er ekki hægt að taka einn útúr jöfnunni í því en við viljum auðvitað að þeir sem eru með hanskana verji þegar boltinn kemur á markið, stundum er það erfitt og stundum er það ekki hægt. Ég þarf bara að skoða þetta aftur," sagði Jóhann Kristinn.

Það er mikið álag á liðinu þessa dagana en liðið spilaði á þriðjudaginn gegn Val og mætir FH á miðvikudaginn næsta.

„Mér fannst aðdáunarvert hvernig liðið mitt tæklaði þennan leik með framlengingu og öllu saman, það sýnir bara úr hverju stelpurnar eru gerðar. Ég efast um að mér hafi fundist svona sterklega að lið hafi ekki átt skilið að tapa eins og liðið mitt í dag," sagði Jóhann Kristinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner