PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Copa America um helgina - Lærisveinar Heimis ljúka keppni gegn Venesúela
Heimir Hallgrímsson og félagar mæta toppliði Venesúela
Heimir Hallgrímsson og félagar mæta toppliði Venesúela
Mynd: Getty Images
Sex leikir fara fram í riðlakeppni Copa America um helgina en lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í Jamaíku ljúka keppni gegn Venesúela.

Í kvöld mætast Kólumbía og Kosta Ríka í D-riðli. Kólumbía er á toppnum með 3 stig en Kosta Ríka eitt stig. Paragvæ spilar þá gegn Brasilíu þremur tímum síðar.

Á morgun fara tveir leikir fram um miðnætti, nánar tiltekið aðfaranótt sunnudags. Argentína mætir Perú á meðan Kanada spilar við Síle. Argentína er komið áfram í 8-liða úrslit.

Aðfaranótt mánudags ljúka Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í Jamaíku keppni er þeir mæta Venesúela. Jamaíka hefur tapað báðum leikjum sínum í keppninni og er ljóst að liðið fer ekki áfram í 8-liða úrslit. Venesúela er á toppnum í B-riðli með 6 stig.

Mexíkó spilar þá við Ekvador en bæði lið eru með þrjú stig.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:
22:00 Kólumbía - Kosta Ríka
01:00 Paragvæ - Brasilía (Aðfaranótt laugardags)

Laugardagur:
00:00 Argentína - Perú (Aðfaranótt sunnudags)
00:00 Kanada - Síle (Aðfaranótt sunnudags)

Sunnudagur:
00:00 Jamaíka - Venezuela (Aðfaranótt mánudags)
00:00 Mexíkó - Ekvador (Aðfaranótt mánudags)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner