Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   lau 29. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Lingard opnaði markareikninginn fjórum dögum eftir að hann var gerður að fyrirliða
Mynd: EPA
Enski sóknartengiliðurinn Jesse Lingard skoraði sitt fyrsta mark fyrir Seoul í Suður-Kóreu á dögunum, tæpum fimm mánuðum eftir að hafa samið við félagið.

Lingard samdi við Seoul í byrjun febrúar en á vefmiðlum í Suður-Kóreu var greint frá því að þetta væru stærstu félagaskipti í sögu deildarinnar.

Aðeins mánuði síðar gagnrýndi Kim di Jong, þjálfari liðsins, Lingard fyrir að leggja ekki nógu mikið á sig.

Lingard spilaði 105 mínútur í fyrstu sex leikjum sínum áður en hann gekkst undir aðgerð á hné.

Englendingurinn snéri aftur í liðið í síðasta mánuði og fékk fyrirliðabandið gegn Ulsan þann 16. júní áður en hann var opinberlega gerðu að fyrirliða liðsins sex dögum síðar.

Á miðvikudag skoraði hann fyrsta mark sitt fyrir félagið í 2-0 sigri á Gangwon. Markið gerði hann úr vítaspyrnu.

Seoul er í 6. sæti deildarinnar með 24 stig eftir nítján leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner