PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 10:20
Elvar Geir Magnússon
Aron Þrándar ætti að vera klár í Evrópuleikinn
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Aron Elís Þrándarson var ekki í leikmannahópi Víkings þegar liðið rúllaði yfir Stjörnuna 4-0 í Garðabænum í gær. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings var spurður út í stöðuna á Aroni í viðtali eftir leikinn.

„Það er kannski í því tæpasta að hann geti verið með í Stjörnuleiknum (í bikarnum) en hann ætti að vera klár í Evrópuleikinn þann níunda," svaraði Arnar.

Aron er einn besti leikmaður Bestu deildarinnar og var valinn í úrvalslið umferða 1-11 í Innkastinu á dögunum.

Davíð Örn Atlason var ekki heldur með í leiknum í gær en hann ætti mögulega að ná næsta leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  4 Víkingur R.

Það er mikið leikjaálag hjá Íslandsmeisturunum. Víkingur mætir Fram í Bestu deildinni á sunnudag og leikur svo gegn Stjörnunni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á miðvikudaginn.

Þriðjudaginn 9. júlí er svo komið að fyrri leiknum gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildarinnar. Víkingar byrja það einvígi á heimavelli.
Arnar Gunnlaugs eftir stórsigur: Finnst eins og sumarið sé að byrja
Athugasemdir
banner
banner
banner