Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Viðar Ari á skotskónum í sigri Ham/Kam
Viðar Ari skoraði annað deildarmark sitt
Viðar Ari skoraði annað deildarmark sitt
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Viðar Ari Jónsson var á skotskónum í 2-1 sigri Ham/Kam á Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var annað deildarmark hans á tímabilinu.

Fyrrum Fjölnismaðurinn var eins og venjulega í byrjunarliði Ham/Kam en hann gerði mark sitt á 9. mínútu leiksins eftir darraðadans í teignum.

Gestirnir áttu aukaspyrnu inn í teiginn og endaði hann fyrir lappir Viðars sem smellti honum efst í vinstra hornið.

Brynjar Ingi Bjarnason kom inn af bekknum hjá Ham/Kam þegar hálftími var eftir af leiknum en þá var staðan 2-1 fyrir gestina.

Íslendingarnir héldu út og 2-1 sigur staðreynd. Ham/Kam er í 10. sæti með 13 stig eftir þrettán leiki.
Athugasemdir
banner
banner