Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 18:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Vildu fá Brynjólf til Hollands sama hvað - „Allt önnur íþrótt"
Brynjólfur er 23 ára framherji sem lék sína fyrstu A-landsleiki í janúar.
Brynjólfur er 23 ára framherji sem lék sína fyrstu A-landsleiki í janúar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Mjög sterkt fótboltalega séð, þetta er alvöru áskorun og það er alvöru samkeppni í liðinu'
'Mjög sterkt fótboltalega séð, þetta er alvöru áskorun og það er alvöru samkeppni í liðinu'
Mynd: Groningen
'Maður lærir líka helling af því að spila með betri leikmönnum'
'Maður lærir líka helling af því að spila með betri leikmönnum'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Einbeiting var á Gröningen, um leið og liðið fór upp þá var þetta það sem mig langaði í'
'Einbeiting var á Gröningen, um leið og liðið fór upp þá var þetta það sem mig langaði í'
Mynd: Groningen
'Ég var alveg sáttur með fyrri leikinn þó að ég hafi ekki skorað. Það ers samt alltaf extra sætt þegar maður setur'ann'
'Ég var alveg sáttur með fyrri leikinn þó að ég hafi ekki skorað. Það ers samt alltaf extra sætt þegar maður setur'ann'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Ég væri alveg til í að fá hann í einn leik en ég vona fyrir hann að hann nái að taka næsta skref'
'Ég væri alveg til í að fá hann í einn leik en ég vona fyrir hann að hann nái að taka næsta skref'
Mynd: Breiðablik
'Ég ætlaði að vera þolinmóður og sjá hvort eitthvað annað kæmi upp, var alveg rólegur yfir því.'
'Ég ætlaði að vera þolinmóður og sjá hvort eitthvað annað kæmi upp, var alveg rólegur yfir því.'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Þetta er mjög góður staður til að vera á og þróast sem fótboltamaður. Þetta hefur gengið fyrir hann'
'Þetta er mjög góður staður til að vera á og þróast sem fótboltamaður. Þetta hefur gengið fyrir hann'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það verður gaman að mæta Kristian'
'Það verður gaman að mæta Kristian'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur mun mæta Alfons og Twente á komandi tímabili.
Brynjólfur mun mæta Alfons og Twente á komandi tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Fyrir leikmann á hans aldri, að byrja flesta leiki, það er mjög dýrmætt'
'Fyrir leikmann á hans aldri, að byrja flesta leiki, það er mjög dýrmætt'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vel merkutr Pandagang.
Vel merkutr Pandagang.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristiansund keypti Brynjólf frá uppeldisfélaginu Breiðabliki. 'Heilt yfir þá er þetta geggjuð reynsla, kom þarna sem lítill pjakkur og lærði helling af þessu.'
Kristiansund keypti Brynjólf frá uppeldisfélaginu Breiðabliki. 'Heilt yfir þá er þetta geggjuð reynsla, kom þarna sem lítill pjakkur og lærði helling af þessu.'
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Einfaldara fyrir foreldrana.
Einfaldara fyrir foreldrana.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég vil komast á skrið, spila vel með Gröningen og vonandi vinna mér sæti í landsliðshópnum'
'Ég vil komast á skrið, spila vel með Gröningen og vonandi vinna mér sæti í landsliðshópnum'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er risaklúbbur, lítur allt mjög vel út," sagði Brynjólfur Andersen Willumsson við Fótbolta.net í dag. Hann var í morgun kynntur sem nýr leikmaður hollenska félagsins Gröningen sem keypti hann af norska félaginu Kristiansund. Brynjólfur var í rúm þrjú ár í Noregi en er nú mættur til Hollands.

Hann segir að hollenska félagið hafi fyrst sýnt sér áhuga í janúar og svo hafi áhuginn komið aftur í vor og á endanum kom tilboð sem norska félagið samþykkti.

„Ég heyrði fyrst aðeins í þeim í janúarglugganum, eftir landsleikina í Bandaríkjunum. Ég vissi því af áhuga félagsins. Það gerðist svo ekkert meira fyrr en núna fyrir kannski mánuði siðan. Það var geggjað að heyra að þeir hefðu áhuga þrátt fyrir að þá var félagið í næstefstu deild," sagði Brynjólfur.

„Félagið sýndi að það vildi borga fyrir mig, þeir vildu fá mig strax þó að ég hefði getað farið frítt í lok gluggans. Það sýnir að félagið vildi mikið fá mig og það er líka tilfinningin eftir að ég kom hingað."

„Ég á eftir að fara á liðsfund og svoleiðis þar sem verður farið yfir markmiðin, er bara nýkominn. Fyrstu dagana hef ég áttað mig á því betur hvað þetta er risastór klúbbur, mikil saga og toppaðstæður. Liðið átti eitt mjög vont tímabil, fóru niður, en það var mjög sterkt hjá þeim að fara beint aftur upp. Ég geri ráð fyrir að fyrsta markmið verði að tryggja sæti í efstu deild, þó að ég viti það ekki alveg."


Brynjólfur er þriðji Íslendingurinn til að semja við Gröningen. Kolbeinn Birgir Finnsson var þar fyrir ekki svo mörgum árum en lék ekki með aðalliðinu. Sá fyrsti var Skagamaðurinn Jóhannes Þór Harðarson sem var hjá félaginu 2001-2004.

Gröningen er í um tveggja tíma akstursfjarlægð frá Amsterdam en einungis um klukkutíma frá Deventer þar sem Willum Þór, eldri bróðir Brynjólfs, er búsettur. Það er því aðeins þægilegra fyrir fjölskylduna að fylgjast vel með strákunum í atvinnumennskunni, aðeins meira bras að komast til Kristiansund.

Leit extra vel út eftir að liðið komst upp
Gröningen komst beint upp úr B-deildinni eftir dramatískan lokasprett.

„Þegar áhuginn kom upp tékkaði ég hvar þeir voru í deildinni en pældi ekkert meira í þessu. Svo þegar ég heyri aftur frá þeim í vor þá fylgdist ég með úrslitunum. Ég fylgdist svo vel með lokaleiknum sem var mjög dramatískur og þeir komust beint upp. Ég var búinn að fá skilaboð þá að sama hvort liðið færi upp eða ekki, Gröningen myndi reyna fá mig. Það var betra að þeir fóru upp, klúbburinn leit þannig extra vel út."

„Þá var þetta það sem mig langaði í"
Hvernig var þetta núna síðustu daga, var Kristiansund búið að samþykkja einhver önnur tilboð?

„Nei, það komu ekki nein önnur tilboð inn á borð til Kristiansund að mér vitandi. Um leið og við heyrðum frá Gröningen þá var það sett í forgang. Það kom upp einhver áhugi annars staðar frá, en ég fékk aldrei samningstilboð á borðið. Það höfðu kannski einhver félög samband en ég allavega veit ekki af því."

„Einbeiting var á Gröningen, um leið og liðið fór upp þá var þetta það sem mig langaði í. Ég var ekki að pæla í neinu öðru þó að það hafi komið í fréttirnar einhver áhugi frá Svíþjóð."


Ekki nálægt því að fara til Kalmar
Fjallað var um áhuga Kalmar í janúar. Var Brynjólfur nálægt því að fara þangað?

„Nei, ég myndi ekki segja það. Það kom bara eitt tilboð og því var eiginlega hafnað áður en það kom. Ég var heldur ekkert að stökkva þar yfir, ég vissi að ég var að verða samningslaus núna í lok ágúst og var að spila í deild sem er mjög svipuð og sú sænska. Kalmar er kannski aðeins stærra félag en ég sá það meira sem hliðarskref."

„Ég ætlaði að vera þolinmóður og sjá hvort eitthvað annað kæmi upp, var alveg rólegur yfir því."


Alvöru áskorun
Hvernig metur hann þetta skref að vera kominn í hollenska boltann?

„Mjög sterkt fótboltalega séð, þetta er alvöru áskorun og það er alvöru samkeppni í liðinu. Það er mikið af uppöldum leikmönnum í liðinu, alveg sjö strákar held ég sem hafa spilað reglulega. Það er alvöru samkeppni um þessar fremstu stöður sem er gott."

„Ég fer úr því hjá Kristiansund að samkeppnin var minni en hún var þegar ég kom, hópurinn var þynnri. Mér var sagt að ég myndi ekki spila neitt út af því að ég vildi ekki framlengja, en á endanum var ekki mikið annað í boði og því fékk ég að spila."

„Það er mjög gott að fá samkeppni. Maður lærir líka helling af því að spila með betri leikmönnum og að spila á móti þessum stóru liðum sem eru hérna í Hollandi. Ég náttúrulega talaði við Willum sem talaði vel um hollensku deildina."


Hentar hollenski boltinn vel?

„Það verður að koma í ljós, en ég held og vona það. Svo verð ég að sjá hvernig leikstíllinn verður og hvernig verður að spila með liðinu. Það tekur kannski tíma að aðlagast, en ég er mjög spenntur. Þetta lítur allt vel út."

Fjölhæfur sóknarmaður sem ætti að henta vel í leikkerfið
Hver er besta staða Brynjólfs í dag?

„Ég er með þann eiginleika að ég get leyst margar stöður. Þeir spila 4-4-2, en meira eins og 4-2-2-2, með tvær tíur og tvo framherja. Þeim fannst verðmæti í því að ég gæti spilað fremst eða í tíunni. Mín náttúrulega besta staða er held ég sem annar af tveimur framherjum."

Allt önnur íþrótt að spila á grasi
Hvaða upplýsingar fékk Brynjólfur frá bróður sínum þegar rætt var um hollensku deildina?

„Að þetta væri skref upp á við, fleiri leikmenn með mikil gæði, stærri félög, spilar á geggjuðum leikvöngum og grasfótbolti - það er allt önnur íþrótt. Þessi deild er erfið og það er miklu meiri samkeppni innan félaganna. Þetta er mjög góður staður til að vera á og þróast sem fótboltamaður. Þetta hefur gengið fyrir hann."

Miklu stærra en Kristiansund
Umgjörðin hjá Gröningen er mjög flott. „Ég vissi að þetta væri stórt, en þú færð þetta ekki betra, nema kannski hjá Ajax og alveg stærstu félögunum. Leikvangurinn er sturlaður," segir Brynjólfur. Heimavöllurinn, Euroborg, tekur 22500 manns í sæti.

„Þetta er miklu stærra en Kristiansund. Það er frekar lítið félag miðað við t.d. Rosenborg og Vålerenga. Aðstaðan hjá Kristiansund er ekki alveg í efstu deildar klassa, en félagið hefur náð að gera mjög vel, verið mikið í efstu deild síðustu ár og verið á háu 'leveli'. Hér er þetta allt annað dæmi."

„Gef Kristiansund það að þeir voru mjög þægilegir"
Brynjólfur átti rúma tvo mánuði eftir af samningi sínum. Var erfitt að fá að fara frá Kristiansund núna?

„Nei, ég myndi ekki segja það. Félagið vildi að ég myndi skrifa undir samning og þess vegna var ég inn og út úr liðinu á tímabili. Það var skrítinn tími, en ég fór svo aftur í að spila alla leiki áður en ég meiddist á öxl. Ég reyndi að spila meiddur en það gekk ekki."

„Ég gef Kristiansund það að þeir voru mjög þægilegir með þetta, töldu best fyrir báða aðila ef þeir gætu selt mig, ég fengi að fara og það kæmi smá peningur í kassann. Kristiansund vantaði að fá inn pening. Mig langaði að taka skrefið og það er flott fyrir félagið að sýna að leikmenn geta komið til Kristiansund og svo fengið skrefið eitthvert annað. Þeir voru mjög þægilegir með þetta."


Verður Willumsson slagurinn spilaður?
Brynjólfur var spurður út í 29. september. Hann vissi nákvæmlega hvað myndi gerast þann dag. „Þá mætum við Go Ahead Eagles á heimavelli, ég er búinn að punkta það niður. Fjölskyldan er þvílíkt spennt fyrir því."

„Það væri bara geggjað að mæta honum,"
sagði Brynjólfur einfaldlega, og fékk því strax spurninguna hvort hann teldi að eldri bróðir sinn, Willum, yrði ennþá leikmaður Go Ahead á þeim tímapunkti.

„Það er spurningin, ég er ekki alveg viss. Ég væri alveg til í að fá hann í einn leik en ég vona fyrir hann að hann nái að taka næsta skref."

Mætir góðum vinum sínum Kristian og Alfons
Brynjólfur segist líka horfa til leikjanna gegn Ajax og Twente. Kristian Nökkvi Hlysson er leikmaður Ajax og Alfons Sampsted er leikmaður Twente.

„Ég skoða þessar dagsetningar. Það verður gaman að mæta Kristian, við erum mjög góðir vinir, og spila á Johan Cruyff Arena. Það verður líka örugglega sturlað að spila á heimavöllum PSV og Feyenoord."

Fyrst boltinn svo Pandagang
Brynjólfur er ásamt Guðjóni Pétri Lýðssyni með Pandagang fatalínuna.

„Það er spurning hvort við herjum eitthvað á hollenska markaðinn. Ég ætla byrja á að einbeita mér að boltann, ná að negla hann og svo skoða ég hitt. Menn spyrja eitthvað út í þetta hér, en ég vil komast inn í hlutina fótboltalega séð og svo skoða ég hitt."

Extra sætt að skora með landsliðinu
Brynjólfur þreytti frumraun sína með landsliðinu í janúar, lék gegn Hondúras og Gvatemala í Bandaríkjunum. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í öðrum leiknum, seinna mark Íslands í 2-0 sigri gegn Hondúras.

„Tilfinningin að spila með landsliðinu mjög góð, þetta er það sem maður vill, búinn að vera lengi í U21 og náði núna að spila fyrir A-landsliðið. Það var geggjað. Ég stóð mig vel í leikjunum og var mjög ánægður með það. Mín upplifun var mjög góð."

„Það var synd að ég var núna í þessari stöðu að spila ekki alla leiki. Þess vegna er líka gott að taka skrefið. Ég var inn og út úr liðinu á undirbúningstímabilinu út af samningsstöðunni."

„Ég vil komast á skrið, spila vel með Gröningen og vonandi vinna mér sæti í landsliðshópnum."

„Það skemmir ekki fyrir að skora í öðrum leiknum, það er alltaf bónus ofan á góða frammistöðu. Ég var alveg sáttur með fyrri leikinn þó að ég hafi ekki skorað. Það ers samt alltaf extra sætt þegar maður setur'ann."


Lærði helling hjá Kristiansund
Sóknarmaðurinn var spurður út í árin hjá Kristiansund. Hvernig gerir hann upp þennan tíma?

„Það var mikið af sveiflum, mikið upp og niður, mikið sem gerðist hjá félaginu. Heilt yfir þá er þetta geggjuð reynsla, kom þarna sem lítill pjakkur og lærði helling af þessu. Ég þurfti að vera þolinmóður, hlutirnir gengu ekkert alltaf upp. Það voru meiðsli sem settu strik í reikninginn og allur sá pakki."

„Ég hef þróað leik minn helling. Líkamlega hef ég þróast mikið og svo hef ég lært inn á og aðlagast norska boltanum, hvað virkar og hvað ekki. Hollenski boltinn er öðruvísi þannig það gæti tekið sinn tíma líka."


Dýrmætt fyrir ungan leikmann
U21 landsliðsmaðurinn Hilmir Rafn Mikaelsson er á láni hjá Kristiansund frá Venezia.

„Hann er búinn að vera mjög flottur, hann spurði mig út í Kristiansund og ég sagði honum að þetta yrði geggjað fyrir hann. ÉG sagði honum að hópurinn væri það þunnur að ef hann myndi koma þá myndi hann spila helling. Fyrir leikmann á hans aldri, að byrja flesta leiki, það er mjög dýrmætt. Hann er búinn að standa sig vel, mjög flottur."

„Það var líka geðveikt að fá hann inn núna, það stytti aðeins stundirnar á meðan ég var að bíða og sjá hvað myndi gerast og á meðan ég var ekki að spila."

„Ég held að Hilmir muni gera vel hjá Kristiansund, hann er búinn að vera mjög flottur til þessa."


Skilur hugsunina en er anægður með þjálfarann
Brynjólfur nefnir tímann þar sem hann var ekki að spila. Hvernig leið honum með það?

„Það var alveg orðið þreytt á tímapunkti því ég var orðinn vanur að spila allar mínútur. Árið sem við fórum niður spilaði ég hverja einustu mínútu eftir að ég kom til baka úr meiðslum, þegar við fórum upp spilaði ég nánast alltaf alla leiki án þess að vera skipt út af."

„Hópurinn var orðinn þynnri og að vera þá fyrir utan var ekki létt. Þegar maður er á undirbúningstímabili þá finnst manni maður eiga skilið að spila."

„En maður verður að reyna skilja stöðuna sem félagið er í, félagið er að spila um hverja krónu, fá menn til að skrifa undir eða selja leikmenn. Ef ég væri þeir þá myndi ég gera það sama, en auðvitað finnst manni það glatað sjálfum."

„Ég var ánægður með þjálfarann. Ég var á bekknum í fyrsta leik en eftir það ákvað hann að ég myndi bara spila. Hann talaði um að hann ætlaði að vera með sanngjarna samkeppni. Eftir það spilaði ég helling þar til ég meiddist á öxl."


Ætlar að reyna vera fljótari að læra hollenskuna
Að lokum, hvernig líst þér á hollenskuna?

„Ég fer í einhverja hollensku tíma, það er spurning hvort maður nái þessu. Það er erfitt núna þegar þeir tala málið, ég skil ekki orð. En ég mun reyna. Það er það sem ég lærði í Noregi, núna ætla ég að reyna koma mér hraðar inn í tungumálið."

„Ég hefði viljað vera fljótari að læra norskuna. Þegar ég kom þá var mikið af erlendum leikmönnum og ég var meira með þeim og talaði ensku við þá. Norðmennirnir voru mest með sitt, sína vini og fjölskyldur. Hópurinn yngdist þegar leið á tímann, það komu inn fleiri Norðmenn og ég var meira í kringum þá,"
sagði Brynjólfur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner