PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Mikilvægt fyrir okkur að fá hann í gang"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson lagði upp bæði mörk KR í gær, í bæði skiptin fann hann höfuðið á Kristjáni Flóka Finnbogasyni. Kristján Flóki hefur verið talsvert milli tannanna á þeim sem fylgjast með Bestu deildinni og hefur verið kallað eftir meira framlagi frá honum; fleiri mörkum.

Aron ræddi við Fótbolta.net í gær og var spurður út í Flóka.

Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Fylkir

„Hann er geggjaður leikmaður, geggjað að spila með honum. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá hann í gang, hann er búinn að spila lítið undanfarið. Núna er hann búinn að byrja tvo leiki og standa sig mjög vel," sagði Aron.

„Við viljum meira frá honum og meira frá öllu liðinu. Þá getum við gert fína hluti í næstu leikjum," sagði Aron.

Kristján Flóki er 29 ára framherji sem á að baki sex A-landsleiki. Hann hefur skorað þrjú mörk í sumar og skoraði sex mörk á síðasta tímabili.
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Athugasemdir
banner