Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 20:38
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: Selfoss og Grótta gerðu markalaust jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss 0 - 0 Grótta
Lestu um leikinn

Selfoss og Grótta gerðu markalaust jafntefli í 8. umferð Lengjudeildar kvenna á JÁVERK-vellinum á Selfossi í dag.

Heimakonur voru með ágætis tök á leiknum í byrjun leiks og sköpuðu sér nokkra fína sénsa, en Grótta tók síðan yfir síðustu tíu mínútur leiksins.

Gróttukonur áttu úrvalsfæri í fyrri hálfleiknum er Arnfríður Auður Arnarsdóttir kom boltanum inn á markteig. Telma Sif Búadóttir var í góðri stöðu en skóflaði boltanum yfir.

Þrátt fyrir ágætis tilraunir hjá báðum liðum var niðurstaðan markalaust jafntefli. Grótta fer upp í 4. sætið með 12 stig en Selfoss með 9 stig í 8. sæti.
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    FHL 8 6 1 1 29 - 16 +13 19
2.    Afturelding 8 5 1 2 11 - 6 +5 16
3.    HK 8 4 2 2 21 - 11 +10 14
4.    Grótta 8 3 3 2 13 - 12 +1 12
5.    ÍA 8 4 0 4 12 - 14 -2 12
6.    Fram 8 3 2 3 17 - 12 +5 11
7.    Grindavík 8 3 1 4 9 - 13 -4 10
8.    Selfoss 8 2 3 3 10 - 11 -1 9
9.    ÍBV 8 2 1 5 10 - 15 -5 7
10.    ÍR 8 1 0 7 6 - 28 -22 3
Athugasemdir
banner
banner