PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
   fös 28. júní 2024 16:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kraftaverk ef Kennie spilar gegn Víkingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það væri kraftaverk ef Kennie næði að spila á sunnudaginn," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, við Fótbolta.net í dag. Kenne Chopart, einn af lykilmönnum Fram, fór af velli rétt eftir að seinni hálfleikurinn gegn KA hófst síðasta sunnudag. Hann var ekki með liðinu sem lagði Vestra að velli í gær.

Kennie glímir við hnémeiðsli sem hafa hrjáð hann í rúmlega mánuð.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  3 Fram

„Það var ekki séns að hann gæti spilað í gær og það þarf eitthvað mikið að gerast í dag og á morgun ef hann á að geta spilað. Við tökum enga sénsa," sagði Rúnar. Næsti leikur Fram er gegn Víkingi á útivelli á sunnudagskvöldið.

Framarar endurheimta Kyle McLagan og Alex Frey Elísson úr leikbanni. Hlynur Atli Magnússon missti þá af leiknum í gær vegna veikinda.

Rúnar var spurður út í stöðuna á Orra Sigurjónssyni sem hefur fengið tvö slæm höfuðhögg síðustu mánuði og hefur einungis komið við sögu í einum leik á tímabilinu.

„Orri er aðeins byrjaður, farinn að skokka og tekur þátt í sendingaræfingum. Hann tekur ekki þátt í spili eða í neinum átökum, bara rétt að koma sér af stað," sagði Rúnar.
Rúnar Kristins: Lífsnauðsynlegur sigur
Athugasemdir
banner
banner
banner