Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Georgíumenn ríkulega verðlaunaðir af milljarðamæringi
Khvicha Kvaratskhelia er skærasta stjarna Georgíu.
Khvicha Kvaratskhelia er skærasta stjarna Georgíu.
Mynd: Getty Images
Það er nóg til hjá Bidzina Ivanishvili.
Það er nóg til hjá Bidzina Ivanishvili.
Mynd: Getty Images
Bidzina Ivanishvili, fyrrum forsætisráðherra Georgíu, hefur ákveðið að verðlauna leikmenn og starfslið georgíska landsliðsins ríkulega eftir að liðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum EM.

Georgía vann Portúgal 2-0 í gær og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitunum. Ivanishvili er milljarðamæringur og er í skýjunum með þennan sögulega sigur.

Hann hefur tilkynnt að liðið fá 30 milljónir af georgísku larí, gjaldmiðli Georgíu, sem samsvarar um 1,5 milljarði íslenskra króna.

Ef Georgía nær að slá Spán út í 16-liða úrslitum á sunnudag lofar hann því að tvöfalda upphæðina.

Ivanishvili fæddist í Georgíu en auðgaðist í Rússlandi á tíunda áratug síðustu aldar þar sem hann fjárfesti í bönkum, tölvugeiranum og stáliðnaði.

Hann stofnaði Draumaflokkinn sem varð stærsti þingflokkur Georgíu og varð forsætisráðherra þjóðarinnar árið 2012. Hann var þó aðeins í tólf mánuði í þeim stól en er í dag heiðursformaður Draumaflokksins.

Fyrr á þessu ári töluðu margir landsliðsmenn Georgíu gegn Draumaflokknum eftir að hann ákvað að setja lög varðandi erlenda umboðsmenn.
Athugasemdir
banner
banner
banner