Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   mið 26. júní 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea spyrst fyrir um Isak
Alexander Isak.
Alexander Isak.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur spurst fyrir um Alexander Isak, sóknarmann Newcastle, en frá þessu er sagt á Daily Mail.

Samræður hafa átt sér stað á milli félaganna en Chelsea hefur mikinn áhuga á því að kaupa Isak.

Chelsea veit samt sem áður að ef félagið ætlar að kaupa Isak, þá þýðir það líklega að hann verði dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Chelsea keypti miðjumanninn Moises Caicedo fyrir 115 milljónir punda síðasta sumar og er hann núna sá dýrasti í sögu félagsins.

Isak skoraði 25 mörk í öllum keppnum fyrir Newcastle á síðasta tímabili. Hann sýndi það að hann er einn besti sóknarmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Newcastle keypti hann fyrir 63 milljónir punda frá Real Sociedad sumarið 2022.
Athugasemdir
banner
banner