Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   mið 26. júní 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Di Gregorio skrifaði undir fimm ára samning við Juve (Staðfest)
Mynd: EPA
Ítalski markvörðurinn Michele Di Gregorio hefur skrifað undir fimm ára samning við Juventus en hann kemur til félagsins frá Monza.

Di Gregorio var valinn besti markvörður ítölsku A-deildarinnar á liðnu tímabili.

Juventus er að vinna að því að selja pólska markvörðinn Wojciech Szczesny til Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Hann hefur þegar samþykkt tveggja ára samning en Juve vill fá fimm milljónir evra fyrir hann.

Di Gregorio verður formlega kynntur hjá Juventus á næstu dögum, þegar hann hefur lokið læknisskoðun.
Athugasemdir
banner
banner