Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   fim 27. júní 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marseille sagður líklegasti kosturinn fyrir Greenwood
Mason Greenwood.
Mason Greenwood.
Mynd: Getty Images
Franska félagið Marseille er að skoða það að fá Mason Greenwood frá Manchester United.

The Athletic hefur heimildir fyrir þessu.

Viðræður á milli Marseille og Man Utd eru á frumstigi og eiga félögin enn eftir að ræða um fjármál tengdum mögulegum félagaskiptum.

Talið er að hinn 22 ára gamli Greenwood sé þó mjög spenntur fyrir því að fara til Marseille og líti á það sem mest spennandi kostinn fyrir sig á þessum tímapunkti. Hann fengi þá tækifæri til að vinna með Roberto De Zerbi.

Man Utd vill helst selja Greenwood en hann var á láni hjá Getafe á Spáni á síðasta tímabili.

Greenwood var handtekinn í byrjun árs 2022 og ákærður fyrir af lögreglu fyrir tilraun til nauðgunar og ofbeldi í garð kærustu sinnar. Málið var látið niður falla fyrr á þessu ári þrátt fyrir ýmis sönnunargögn svo sem myndir sem þolandinn deildi á samfélagsmiðlum. Eftir að málið kom upp, þá tók Man Utd ákvörðun um að leyfa Greenwood að fara annað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner