Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   mið 26. júní 2024 17:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM: Öll liðin enduðu jöfn - Belgía áfram en Úkraína fer heim
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Leik er lokið í E-riðli á EM en það var ótrúleg spenna fyrir leiki dagsins.

Öll liðin voru jöfn með þrjú stig eftir tvo fyrstu leikina. Belgar þurftu á sigri að halda gegn Úkraínu til að vinna riðilinn og forðast að mæta frökkum í 16 liða úrslitunum.


Þetta var ansi lokaður leikur en Romelu Lukaku komst í góða stöðu til að koma Belgum yfir en hitti boltann illa.

Úkraína var nálægt því að skora beint úr hornspyru en Koen Casteels markvörður Belga tókst að bjarga á síðustu stundu. Stuttu síðar komust Belgar í skyndisókn en fóru ansi illa með hana og Johan Bakayoko átti slakt skot.

Rúmenía stóð óvænt uppi sem sigurvegari í riðlinum eftir jafntefli gegn Slóvakíu.

Slóvakar komust yfir þegar Ondrej Duda skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Juraj Kucka.

Rúmenar fengu síðan umdeilda vítaspyrnu þegar brotið var á Ianis Hagi en brotið var fyrst utan teigs virtist vera en svo kom snerting innan teigs og VAR dæmdi víti.

Razvan Marin skoraði úr vítinu og tryggði liðinu toppsætið í riðlinum. Úkraína er úr leik. Belgía endar í 2. sæti og Slóvakía fer áfram úr 3. sæti.

Slovakia 1 - 1 Romania
1-0 Ondrej Duda ('24 )
1-1 Razvan Marin ('37 , víti)

Ukraine 0 - 0 Belgium

E-Riðill
1. Rúmenía 4 stig
2. Belgía 4 stig
3. Slóvakía 4 stig
4. Úkraína 4 stig


Athugasemdir
banner
banner