Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 10:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fengið lyklana en hefur ekkert gert við þá
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: EPA
Eftir að hafa átt magnað tímabil með Real Madrid, þá hefur frammistaða Jude Bellingham verið ein mestu vonbrigði Evrópumótsins til þessa.

Bellingham gerði sigurmarkið í fyrsta leik mótsins gegn Serbíu en síðan þá hefur hann ekki gert mikið.

Bellingham hefur spilað í tíunni hjá Englandi í fyrstu tveimur leikjum mótsins og það hefur einfaldlega ekki virkað. Hann virkar þá latur og orkulaus.

Bellingham var sérstaklega lélegur í leiknum gegn Slóveníu í gær. Hann átti engin skot, skapaði engin færi, átti engar heppnaðar tæklingar og var með engar heppnaðar sendingar inn á síðasta þriðjungi vallarins.

Hann tapaði þá boltanum 16 sinnum.

„Það skal auðvitað tekið fram að Bellingham er langt frá því að vera eini leikmaður Englands sem hefur ekki verið að standa sig," segir í grein Mirror. „En að Bellingham sé ekki að spila eins frábærlega og hann er vanur, það er líklega stærsta vandamálið því Southgate er búinn að afhenda honum lyklana að liðinu."

Bellingham þarf að stíga upp í útsláttarkeppninni ef England ætlar sér að eiga einhvern möguleika á þessu móti.
Athugasemdir
banner
banner