Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   mið 26. júní 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Foden búinn að senda oftar á Pickford en Kane
Phil Foden.
Phil Foden.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Phil Foden, sem var einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur, hefur verið frekar týndur á Evrópumótinu sem er núna í gangi.

Foden hefur byrjað alla þrjá leikina en komið með lítið að borðinu.

Enska liðið hefur verið afskaplega leiðinlegt og lítið að frétta sóknarlega, en liðið gerði markalaust jafntefli við Slóveníu í gær.

Opta kom með áhugaverða tölfræði eftir leikinn í gær sem segir svolítið mikið um það hversu lítið hefur komið út úr Foden á vinstri kantinum og á sama tíma hversu dapurt enska liðið hefur verið sóknarlega.

Tölfræðin er sú að Foden hefur átt fleiri sendingar á Jordan Pickford, markvörð enska liðsins, en Harry Kane, fremsta mann Englands, á mótinu. Foden hefur gefið þrjár sendingar á Pickford en aðeins eina sendingu á Kane.

England er komið í 16-liða úrslitin en það er óhætt að segja að bjartsýnin sé ekki mikil.


Athugasemdir
banner
banner
banner