Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   mið 26. júní 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Foderingham gerir tveggja ára samning við West Ham (Staðfest)
Mynd: Getty Images
West Ham hefur krækt í Wes Foderingham en hann kemur á frjálsri sölu frá Sheffield United.

Foderingham er 33 ára og skrifar hann undir tveggja ára samning við Hamrana.

West Ham er nú með þrjá nokkuð reynslumikla markverði á samningi því Alphonse Areola, aðalmarkvörður liðsins, er samningsbundinn til sumarsins 2027 og varamarkvörðurinn Lukasz Fabianski er samningsbundinn fram á næsta sumar.

Foderingham er fyrrum unglingalandsliðsmarkvörður Englands. Hann er uppalinn hjá Fulham en spilaði aldrei fyrir félagið. Hann var aðalmarkvörður Swindon Town og Rangers áður en hann samdi við Sheffield United. Á síðasta tímabili lék hann 30 af 38 leikjum Sheffield United í úrvalsdeildinni en liðið féll niður í Championship í vor.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner