Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grét er hann var tekinn út af eftir ömurlega frammistöðu
Joey Veerman.
Joey Veerman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joey Veerman, leikmaður Hollands, átti alveg hörmulegan leik í gær þegar Hollendingar töpuðu fyrir Austurríki í síðasta leik sínum í riðlakeppninni á EM.

Veerman, sem er 25 ára gamall, spilar með PSV Eindhoven en hann var í gær að spila sinn tíunda landsleik fyrir Holland.

Honum var skipt af velli í fyrri hálfleiknum en hann virtist ekki vita hvort hann væri að koma eða fara í leiknum.

„Ég fann til með Joey Veerman en ég var ánægður að hann var tekinn út af. Það var orðið mjög sorglegt að horfa á hann spila," sagði fyrrum hollenski landsliðsmaðurinn, Rafael van der Vaart, í hollenska sjónvarpinu í gær.

Veerman var miður sín þegar hann var tekinn af velli eftir 33 mínútna leik og grét hann á bekknum eins og sjá má hér að neðan.

Þrátt fyrir tapið í gær eru Hollendingar komnir í 16-liða úrslitin.


Athugasemdir
banner
banner
banner