Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   mið 26. júní 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Leao hafnaði Sádi-Arabíu
Rafael Leao.
Rafael Leao.
Mynd: EPA
Portúgalski vængmaðurinn Rafael Leao hafnaði tilboði frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu og vill ekki yfirgefa AC Milan.

Þessi 25 ára leikmaður er á EM sem stendur en á síðasta tímabili skoraði hann fimmtán mörk og átti fjórtán stoðsendingar í 47 leikjum fyrir Milan.

Sádarnir eru sagðir tilbúnir að opna veskið fyrir Leao og segja ítalskir fjölmiðlar að þeir séu viljugir til að borga í kringum 100 milljónir evra fyrir kappann.

Corriere dello Sport segir Al-Hilal hafa sent tilboð til Antonio Leao, föður og umboðsmanns leikmannsins, en fengið neitun. Leao vill ekki yfirgefa AC Milan í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner