Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
McKennie ekki í plönum Motta
Weston McKennie.
Weston McKennie.
Mynd: Getty Images
Bandaríski miðjumaðurinn Weston McKennie er ekki í plönum Thiago Motta, nýs stjóra Juventus.

Þetta kemur fram á Gazzetta dello Sport.

McKennie var byrjunarliðsmaður hjá Max Allegri, fyrrum stjóra Juventus, á síðasta tímabili en Motta telur sig ekki hafa not fyrir hann.

McKennie, sem er 25 ára gamall, er bandarískur landsliðsmaður. Hann gekk í raðir Juventus frá Schalke árið 2020. McKennie hefur alls spilað 134 leiki fyrir Juventus og skorað átta mörk.

Miðjumaðurinn hefur verið orðaður við Aston Villa, Arsenal og Chelsea en Cincinnati í Bandaríkjunum á sér þann draum að krækja í McKennie.
Athugasemdir
banner
banner