Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mustafi leggur skóna á hilluna og tekur upp þjálfaramöppuna
Mynd: Getty Images
Shkodran Mustafi hefur tilkynnt að skórnir séu komnir upp í hillu og leikmannaferlinum sé lokið.

Mustafi lék m.a. með Arsenal og þýska landsiðinu á sínum ferli.

Hann er 32 ára og hefur verið án félags frá því að samningur hans við Levante rann út síðasta sumar en hann glímdi mikið við meiðsli á meðan hann var hjá Levante.

Greint fer frá því að Mustafi taki nú upp þjálfaramöppuna og er hann orðinn hluti af þjálfarateymi þýska U17 landsliðsins.

Varnarmaðurinn vann HM með Þýskalandi og einnig álfukeppnina. Mustafi vann svo FA bikarinn tvisvar með Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner