Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 19:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Natasha áfram í norska bikarnum - Rosengard skoraði níu
Guðrún ekki í hóp
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Natasha Anasi var í byrjunarliði Brann þegar liðið vann Asane í 16-liða úrslitum norska bikarsins í kvöld.


Liðið gerði út um leikinn strax í fyrri hálfleik en þá var staðan 3-0. Síðasta mark leiksins kom strax í upphafi síðari hálfleiks og 4-0 sigur staðreynd.

Ásdís Karen Haalldórsdóttir og stöllur í Lilleström eru úr leik eftir 2-1 tap gegn Álasund. Lilleström tókst að klóra í bakkann undir lok leiksins eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik.

Guðrún Arnardóttir skoraði í 4-0 sigri Rosengard gegn Örebro í síðustu umferð í sænsku deildinni en var ekki í hóp í dag þegar liðið valtaði yfir Trelleborg 9-1.

Íslendingalið Örebro tapaði 1-0 gegn Hacken í dag. Katla María Þórðardóttir spilaði rúmlega 70 mínútur, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir kom inn á sem varamaður stuttu síðar en Bergþóra Sól Ásmundsdóttir sat allan tímann á varamannabekknum.

Rosengard er á toppnum með 39 stig eftir 13 umferðir en Örebro í næst neðsta sæti með fimm stig.


Athugasemdir
banner
banner