Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 15:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nýtt nafn sem gæti barist við Betu um starfið hjá Aston Villa
Casey Stoney.
Casey Stoney.
Mynd: Getty Images
Fær Beta starfið?
Fær Beta starfið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet Gunnarsdóttir var í síðustu viku sterklega orðuð við þjálfarastarfið hjá kvennaliði Aston Villa sem er í efstu deild á Englandi. Beta, eins og hún er oftast kölluð, hefur verið án starfs síðan hún hætti hjá Kristianstad fyrir áramót.

Carla Ward hætti sem þjálfari Villa eftir síðasta tímabil og var fjallað um það á BBC að Beta væri einna líklegust til að fá starfið. Villa endaði í 7. sæti ensku deildarinnar í fyrra. Elísabet stýrði síðast Kristianstad í Svíþjóð í 14 ár en þar áður gerði hún frábæra hluti með Val.

Á BirminghamMail er annað nafn nú orðað við þjálfarastöðuna. Það nafn er að svo stöddu meiri vangavelta frekar en byggt á einhverjum föstum grunni því fyrrum landsliðskona Englands, Casey Stoney, var á mánudagskvöld látin fara sem þjálfari San Diego Wave í bandarísku deildinni.

Greinarhöfundur er spenntur fyrir henni sem þjálfara en hún gerði flotta hluti sem þjálfari kvennaliðs Manchester United áður en hún hélt til Bandaríkjanna þar sem hún hafði gert flotta hluti fram að tímabilinu í ár sem hefur ekki farið vel af stað hjá Wave.

Það er þó álit almennings að ráðamenn hafi verið ansi grimmir þegar þeir létu Stoney fara. Ein af þeim sem tjáði sig er einmitt Carla Ward, fyrrum þjálfari Aston Villa.

Stoney er 42 ára og lék á sínum tíma með Arsenal, Chelsea og Liverpool. Hún lék 130 landsleiki fyrir England.

Athugasemdir
banner
banner
banner