Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   mið 26. júní 2024 19:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu mörkin: Rúmenía stóð uppi sem sigurvegari
Rúmenar fagna í leikslok
Rúmenar fagna í leikslok
Mynd: EPA

Rúmenía stóð óvænt uppi sem sigurvegari í E-riðli á EM í Þýskalandi eftir jafntefli gegn Slóvakíu í dag.

Flestir spáðu því að Belgar myndu vinna riðilinn en liðið sýndi ekki mikla takta í leikjunum þremur og endaði riðlakeppnina á markalausu jafntefli gegn Úkraínu sem situr eftir með sárt ennið.


Slóvakía komst yfir gegn Rúmeníu þegar Ondrej Duda skoraði meeð skalla eftir fyrirgjöf frá Juraj Kucka.

Rúmenía fékk síðan umdeilda vítaspyrnu þar sem virtist vera brotið á Ianis Hagi fyrir utan vítateiginn en VAR dæmdi vítaspyrnu þar sem það var einnig snerting inn í teignum.

E-riðill
Rúmenía 4 stig
Belgía 4 stig
Slóvakía 4 stig
Úkraína 4 stig


Athugasemdir
banner
banner
banner