Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   mið 26. júní 2024 13:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stingur upp á því að setja Saka í vinstri bakvörðinn
Bukayo Saka.
Bukayo Saka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Wright kom með ansi áhugaverða pælingu þegar hann rýndi í frammistöðu Englands gegn Slóvenum í gær. Enska liðið bjó ekki til mikið en náði aðeins að ógna þegar leið á leikinn en ekkert varð markið.

England vann riðilinn með því að fá fimm stig og skora tvö mörk.

Wright, sem er goðsögn hjá Arsenal, rakst á þá tölfræði að Kieran Trippier, vinstri bakvörður liðsins í fyrstu þremur leikjunum, væri sá leikmaður sem hefði átt næst flestar snertingar og sendingar í liðinu.

Kallað hefur verið eftir því að Cole Palmer fái fleiri mínútur í liðinu og stakk Wright upp á því að færa Bukayo Saka, hægri kantmann liðsins, yfir og niður í vinstri bakvarðstöðuna í stað Trippier.

Saka spilaði á sínum tíma einhverja leiki í vinstri bakverði, þegar Kieran Tierney og Sead Kolasinac glímdu við meiðsli í liði Arsenal, en það er orðið ansi langt síðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner