Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   mið 26. júní 2024 18:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Úkraína fyrsta liðið í sögu EM sem fellur úr leik með fjögur stig
Mynd: EPA

Úkraína er fallið úr leik á EM eftir markalaust jafntefli gegn Belgíu í dag. Ekkert lið hefur náð jafn góðum árangri í riðlakeppni EM án þess að komast áfram.


Öll liðin í riðlinum enduðu með fjögur stig en Úkraína endar á botninum þar sem 3-0 tap liðsins gegn Rúmeníu í fyrstu umferð varð þeim að falli.

Rúmenía stóð óvænt uppi sem sigurvegari í riðlinum en Belgar ollu miklum vonbrigðum en liðið endaði í 2. sæti. Slóvakía fer einnig áfram.

Eins og Íslendingar vita komst Úkraína á EM eftir sigur á íslenska landsliðinu í umspili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner