Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mið 26. október 2022 19:11
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Viðars: Leikmenn í Skandinavíu ánægðir með 430 þúsund í mánaðarlaun
Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson
Mynd: EPA
Jesper Fredberg er yfirmaður íþróttamála hjá Viborg og hefur náð ágætis árangri þar
Jesper Fredberg er yfirmaður íþróttamála hjá Viborg og hefur náð ágætis árangri þar
Mynd: EPA
Jesper Fredberg, yfirmaður íþróttamála hjá Viborg í Danmörku, er í viðræðum um að taka við stöðu tæknilegs ráðgjafa hjá belgíska félaginu Anderlecht en belgíski miðillinn Sporza fékk Arnar Þór Viðarsson, þjálfara íslenska karlalandsliðsins, til að ræða þessi tíðindi.

Fredberg hefur gert góða hluti hjá Viborg síðan hann var ráðinn til félagsins fyrir þremur árum og situr nú liðið í 2. sæti deildarinnar með 25 stig eftir fjórtán leiki.

Þegar hann mætti til félagsins var liðið í B-deildinni en á síðasta ári komst liðið upp. Fredberg keypti skynsamlega en hann hefur einnig verið yfir akademíu félagsins.

Belgíska stórliðið Anderlecht er í viðræðum við Fredberg og mun hann taka við sem tæknilegur ráðgjafi en Arnar Þór er ekki viss um að hann nái sama árangri með stórt lið eins og Anderlecht. Arnar þekkir belgíska fótboltann vel en hann spilaði og þjálfaði hjá Cercle Brugge og Lokeren og gegndi þá stöðu yfirmanns fótboltamála hjá KSÍ frá 2019 áður en Jörundur Áki Sveinsson tók við fyrr í þessum mánuði.

„Ég þekki hann ekki persónulega en ég fylgist vel með dönsku úrvalsdeildinni. Viborg hefur gert mjög vel og Fredberg hefur gert vel með lítið félag sem hefur litla fjármuni, en mun það ganga upp hjá félagi eins og Anderlecht?"

„Fótboltamenn í Skandinavíu eru ánægðir ef þeir geta haft þetta sem atvinnu og þénað um 430 þúsund á mánuði,"
sagði Arnar við Sporza.

Hann hefur vissulega eitthvað til síns máls því lágmarkslaunin í danska boltanum eru í kringum 430 þúsund krónur á mánuði, en tveir launahæstu menn deildarinnar eru Andreas Cornelius og Anders Dreyer. Báðir eru með í kringum 20 milljónir á mánuði hjá FCK og Midtjylland.
Athugasemdir
banner
banner
banner