Barcelona á leik gegn Bayern München í kvöld en líklegt er að spænska liðið muni ekki eiga möguleika á því að komast upp úr riðlinum þegar flautað verður til leiks klukkan 19.
Klukkan 16:45 hefst leikur Inter og Viktoria Plzen en ef ítalska liðið vinnur þann leik þá á Barcelona ekki lengur möguleika á að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
Inter er með betri árangur í innbyrðis leikjum gegn Barcelona.
Klukkan 16:45 hefst leikur Inter og Viktoria Plzen en ef ítalska liðið vinnur þann leik þá á Barcelona ekki lengur möguleika á að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.
Inter er með betri árangur í innbyrðis leikjum gegn Barcelona.
„Við munum horfa saman á leikinn á Ítalíu í klefanum. Markmið okkar er að eiga góðan leik gegn Bayern, sama hvað gerist í Mílanó. Við þurfum að sýna að við getum keppt við svona lið," segir Xavi.
Viktoria Plzen er stigalaust á botni riðilsins og ansi miklar líkur á því að möguleikar Barcelona verði úti áður en leikur liðsins í kvöld hefst.
C-riðill
16:45 Inter - Plzen
19:00 Barcelona - Bayern
1. Bayern München 12 stig (komið áfram)
2. Inter 7 stig
3. Barcelona 4 stig
4. Viktoria Plzen 0 stig (þegar úr leik)
Athugasemdir