Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
   mið 26. október 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carew í tveggja ára fangelsi?
Saksóknari í Osló, höfuðborg Noregs, hefur krafist þess að John Carew fái tveggja ára fangelsisdóm fyrir skattsvik.

Carew, sem er 43 ára, er fyrrum leikmaður norska landsliðsins. Á ferli sínum lék hann með félögum á borð við Aston Villa, Lyon og Valencia. Eftir að ferlinum lauk þá gerðist hann stórleikari og fór hann með stórt hlutverk í þáttunum Heimebane sem voru vinsælir hér á Íslandi.

Núna er Carew í vandræðum því kemur hefur í ljós að hann sveik undan skatti í heimalandi sínu, Noregi.

Hann hefur játað sök í málinu en ákæruvaldið hefur farið fram á tæplega tveggja ára fangelsisdóm. Carew skellir skuldinni á lögmann sinn til margra ára og segir hann hafa gefið sér rangar upplýsingar.

Það kemur í ljós á næstunni hver dómurinn verður en hægt er að lesa um málið með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner